REYKJAVIK ⇄ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Flugvallaakstur fyrir Golfferðina

REYKJAVIK ⇄ KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Flugvallaakstur fyrir Golfferðina

Þægilegur einkaakstur fyrir Golfferðina
Þægilegur og áreiðanlegur einkaakstur í rúmgóðum bifreiðum. Til að auðvelda þér ferðalagið eru golfsettin innifalin í farangursheimildinni, við fylgjumst með fluginu þínu og tryggjum þægilega byrjun og enda á golfferðinni.
Golfsettin innifalin
Fylgst með fluginu
5% afsláttur
Sparaðu bílastæðagjöldin
Prívat þjónusta
Föst verð 24/7
Bókaðu akstur fyrir Golfferðina,
Reykjavík → KEF

KEF flugvöllur → Reykjavík
Á leið frá flugvellinum?
Bókaðu akstur frá KEF til Reykjavíkur
KEF til RVK
Bókaðu einkaakstur



Flugvallaakstur fyrir golfferðir erlendis
Golfferðir erlendis hafa lengi verið vinsælar meðal íslenskra kylfinga. Hvort sem þú ert að fara í golfferð til Spánar, Portúgals, Tyrklands, Englands eða lengra í golfferð til Bandaríkjanna eða Marokkó, þá skiptir fyrsta og síðasta ferðin miklu máli.
Við bjóðum upp á þægilegan flugvallaakstur fyrir golfferðir, sérstaklega sniðinn að þörfum íslenskra kylfinga sem ferðast með golfsett og farangur.
Reykjavík til Keflavíkurflugvallar (45-50 mín.)
Margir Íslendingar fara í golfferðir með ferðaskrifstofum eins og GB, Eagle Travel, Icelandair, Heimsferðum og VITA, en sama hvernig ferðin er bókuð, þá er aksturinn milli heimilis og vallarins oft það síðasta sem fólk vill hafa áhyggjur af.
Með einkaakstri hjá okkur tekur ferðin að jafnaði 45-50 mínútur, golfsett eru innifalin í farangursheimild, þú ferðast í rúmgóðum bílum, og nýtur prívat þjónustu sem sækir þig heim að dyrum og ferðin hefst á þínum forsendum.
Snæland Grímsson 1945
Airport Shuttle Iceland er í eigu og rekið af Snæland Grímsson ehf., virtu fjölskyldufyrirtæki með yfir 80 ára reynslu í íslenskri ferðaþjónustu. Stofnað árið 1945.
Spurt og svarað
Hversu mikinn farangur get ég tekið með í aksturinn fyrir golfferðina?
Við bjóðum upp á rúmgóða farangursheimild svo þú getir ferðast áhyggjulaus með golfsett og annan farangur. Þú getur tekið með þér þann farangur sem kemst örugglega fyrir í bifreiðinni.
Ef þú ert með sérstaklega mikinn farangur, biðjum við þig að láta okkur vita fyrirfram svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir.
Hvað gerist ef fluginu mínu seinkar eða það lendir fyrr?
Fyrir komuflug fylgjumst við með fluginu þínu í rauntíma og aðlögum aksturinn ef um ræðir breytingar á áætluðum komutíma.
Fyrir brottfarir fylgjumst við með flugtímanum og setjum okkur í samband ef um ræðir breytingar á áætluðum komutíma bílstjóra.
Endilega hafið samband við okkur ef um ræðir miklar breytingar á flugtíma eða aflýsingar.
Er hægt að stoppa á leiðinni ef þarf?
Auðvelt er að bóka fleiri en eitt stopp í bókunarferlinu, til dæmis ef sækja þarf farþega á fleiri en einum stað. Slík viðbótarstopp eru í boði gegn aukagjaldi.
Hversu langt er frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar?
Aksturinn milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar tekur u.þ.b. 45-50 mínútur (ca. 50 km) ef um ræðir eitt farþegastopp. Umferð og veður getur haft áhrif á aksturstíma.
Er þessi þjónusta ætluð sérstaklega fyrir golfferðir erlendis?
Þjónustan er sérstaklega vinsæl meðal kylfinga á leið í golfferðir erlendis, en hún hentar einnig vel fyrir skíðaferðir, fjölskylduferðir og önnur ferðalög þar sem þörf er á rúmgóðum bifreiðum og sveigjanlegri farangursheimild. Airport Shuttle Iceland er vinsæl meðal Íslendinga vegna þæginlegrar þjónustu.
Hvernig er best að skipuleggja flugvallaakstur fyrir hópa á leið í golfferð?
Auðvelt er að bóka akstur á Keflavíkurflugvöll fyrir golfferðina erlendis fyrir allt að 18 manns á netinu. Ef um ræðir stærri hópa mælum með að bóka flugvallaaksturinn tímanlega og láta okkur vita af fjölda farþega, golfsettum og farangri. Við sendum þér tilboð og sjáum um að útvega hentuga bifreið eða bifreiðar og tryggjum að allur hópurinn komist þægilega og saman á áfangastað.
Er reynsla af akstri fyrir golfferðir með ferðaskrifstofum?
Airport Shuttle Iceland hefur mikla reynslu af flugvallaakstri fyrir golfferðir, bæði sjálfstæðar ferðir og ferðir bókaðar í gegnum ferðaskrifstofur eins og GB, Eagle Travel, Icelandair, Heimsferðir, VITA og fleiri. Við þekkjum vel þarfir kylfinga og skipuleggjum aksturinn í samræmi við ferðaplön hópa og einstaklinga.

Af hverju kylfingar velja okkur
Við sérhæfum okkur í flugvallaakstri fyrir golfferðir erlendis. Með rúmgóðum bifreiðum, farangursheimild fyrir golfsett innifalda og flugvöktun tryggjum við þægilega byrjun og endi á golfferðinni. Engir auka farþegar, engin bílastæðagjöld og fast verð allan sólarhringinn.
Snæland Grímsson hefur áratuga reynslu af akstri fyrir Íslendinga á leið í golfferðir erlendis. Við þekkjum vel þarfir kylfinga, snemmflugin, seinkuð kvöldflug og fyrirferðarmikinn farangur. Með faglegum ökumönnum, rúmgóðum bifreiðum og flugvöktun tryggjum við áreiðanlegan akstur í hvert skipti.
Við höfum ekið Íslendinuma milli staða síðan 1945.




